fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Aðrar tölur í kraganum: Bryndís upp, Jón niður – Arnar Þór úti en aðeins 37 atkvæðum frá öruggu þingsæti

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 21:10

Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðrar tölur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í suðvesturkjördæmi voru tilkynntar rétt í þessu. Eftir fyrstu tölur leiddi Bjarni með 82% atkvæða í fyrsta sætið. Næst kom Jón Gunnarsson í öðru sæti.

Þar á eftir röðuðu þau Bryndís Haraldsdóttir, Óli Björn Kárason, Arnar Þór Jónsson og Sigþrúður Ármann.

Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum þingmönnum inn í kjördæminu í síðustu kosningum. Allir sitjandi þingmenn kjördæmisins röðuðu sér í efstu fjögur sætin, og var því ekki útlit fyrir mikla endurnýjun í fyrstu. Ekki hefur orðið breyting á því, en Jón Gunnarsson hefur færst niður í þriðja, og Bryndís upp.

Eftir aðrar tölur er listinn svo útlítandi þegar talin hafa verið 2.984 atkvæði.

1. Bjarni Benediktsson leiðir listann með 91% atkvæða. Eftir fyrstu tölur var Bjarni með 82%, svo hann hefur gefið hressilega í hér.

2. Bryndís Haraldsdóttir er komin upp í annað sætið og er þar með búin að stinga Jón Gunnarsson nokkuð örugglega af, en rúmlega 100 atkvæði munur er nú á þeim.

3. Jón Gunnarsson er í þriðja sæti með nokkuð mikla forystu á Óla Björn, sem hefur fest sig vel í sessi í fjórða sæti þó, en vegna röðun atkvæða er stutt í að Arnar Þór ýti honum niður. Keppnin um þriðja sætið er nú á milli Arnars og Jóns.

4. Óli Björn Kárason er nokkuð öruggur í fjórða sæti, sem er svo að segja öruggt þingsæti.

5. Arnar Þór Jónsson er aðeins 37 atkvæðum frá því að færa sig upp í 3. sætið

6. Sigþrúður Ármann er svo í sjötta sæti, en vegna atkvæðadreifingar á botninum er hún aðeins örfáum atkvæðum frá því að ýta Arnari Þór niður í sjötta sætið, takist honum ekki að snara þessi örfáu atkvæði sem hann þarf til þess að klifra upp í þriðja sætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“