fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Auður mun ekki taka þátt í sýningu Þjóðleikhússins

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu. Hann hannaði hljóðheim sýningarinnar og til stóð að hann myndi einnig syngja í sýningunni sjálfri. Þetta kemur fram í skriflegu svari Þjóðleikhússins við fyrirspurn DV.

„Það liggur fyrir að Auðunn hefur tilkynnt að hann muni draga sig í hlé á næstu mánuðum og hann mun ekki taka þátt í sýningunni Rómeó og Júlíu. Sýningin er stór, viðamikil og enn í þróun,“ segir í svari leikhússins.

Í sýningunni verður fjölbreytt tónlist eftir ólíka listamenn en heimildir DV herma að Auður hafi nú þegar samið tónlist sem nota á í sýningunni. Í svari leikhússins kom fram að það liggi ekki nákvæmlega fyrir hvaða tónlist verði notuð.

DV greindi frá því í gær að Þjóðleikhúsið væri með ásakanir á hendur Auði á borði hjá sér en mál hans hafa verið rædd á Twitter seinustu daga. Þar er hann sakaður um ofbeldi gegn konum.

Einnig hefur Bubbi Morthens tilkynnt að Auður muni ekki koma fram á tónleikum hans í Hörpu þann 16. júní en til stóð að hann væri einn gesta tónleikanna.

Í gær sendi Auður frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði flökkusögur um sig ekki vera sannar en viðurkenndi að hafa eitt sinn farið yfir mörk konu. Margir hverjir voru alls ekki sáttir með þessi orð Auðar og fékk yfirlýsingin ekki góðar viðtökur á Twitter. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland