fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

15 prósent Bandaríkjamanna trúa kenningum QAnon

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. júní 2021 18:30

15% Bandaríkjamanna trúa samsæriskenningum QAnon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar könnunar, sem var birt í síðustu viku, sýna að 15% Bandaríkjamanna telja að hópur djöfladýrkandi barnaníðinga stjórni landinu meira og minna. Þetta er sú kenning sem QAnon hefur gert mikið út á.

Það voru The Public Religion Research Institute og The Interfaith Youth Core sem gerðu könnunina. Hún leiddi einnig í ljós að 15% Bandaríkjamanna segja satt að „bandarískir ættjarðarvinir verði að beita ofbeldi“ til að losna við barnaníðingana og koma á lögum og reglu í landinu.

20% aðspurðra sögðust telja að ekki sé langt í að eitthvað stórt gerist, eitthvað í Biblíustíl, sem muni sópa þessari elítu barnaníðinga á brott og „koma réttkjörnum leiðtogum til valda“.

Könnunin sýnir að 14% Bandaríkjamanna teljast vera „áhangendur QAnon“ ef miða má við svör þeirra í könnuninni. Meðal Repúblikana er hlutfallið um 25%, hjá Demókrötum er það um 7% og hjá óháðum kjósendum um 12%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því