fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Tekjusamdráttur hjá 66°Norður á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 10:30

66°Norður var rekið með tapi á síðasta ári. Mynd:66°Norður /Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári drógust tekjur 66°Norður saman um 12% miðað við árið á undan. Þær voru fjórir milljarðar á síðasta ári. Aðalástæðan fyrir samdrættinum er fækkun ferðamanna vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fyrirtækið hafi verið rekið með 241 milljón króna tapi fyrir skatta á síðasta ári en 2019 var tapið 219 milljónir. „Árið 2020 var ár óvissunnar. Við urðum fyrir miklu höggi – sérstaklega í upphafi en svo náðum við að snúa vörn í sókn. Það fór að birta til í rekstrinum eftir maí,“ er haft eftir Helga Rúnari Óskarssyni, forstjóra fyrirtækisins.

Hann sagði að Íslendingar hafi farið að stunda útivist af kappi þegar þeir gátu ekki farið í líkamsræktarstöðvar og hafi fyrirtækið notið góðs af því. Einnig hafi komið sér vel að fyrirtækið fjárfesti í tæknilausnum til að efla vefsölu áður en heimsfaraldurinn brast á. Ný vefsíða fór í loftið í september og sagði Helgi að það hafi hjálpað mikið á síðari hluta ársins. Netsalan sé að aukast og fari að verða um 15% af veltu.

Fyrirtækið varð að loka tveimur verslunum í Kaupmannahöfn á síðasta ári vegna harðra sóttvarnaráðstafana í Danmörku sem gerðu að verkum að aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir máttu hafa opið um hríð.

Önnur verslunin var opnuð á nýjan leik um áramótin og innan skamms verður verslunin á Strikinu opnuð á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður