fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Ákært í Vestmannaeyjum vegna hrottalegrar nauðgunar um verslunarmannahelgi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 19:00

Mynd frá Þjóðhátíð í Eyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru vegna alvarlegrar nauðgunar aðfaranótt mánudagsins 7. ágúst 2017. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Suðurlands og verður rekið í dómsal dómstólsins í Vestmannaeyjum.

Rétt er að vara við atvikalýsingum sem fram koma hér að neðan.

Samkvæmt atvikalýsingu í ákærunni er um einkar hrottalegt brot að ræða. Maðurinn er sagður hafa haldið 15 ára gamalli stelpu niðri, klætt hana úr fötunum og haft við hana samræði og endaþarmsmök án hennar samþykkis. Er ákærði jafnframt sagður hafa rifið í hár konunnar og klórað bak hennar til blóðs og ekki látið af háttseminni þrátt fyrir að brotaþoli hafi tjáð árásarmanni að hún vildi fara. Þá er maðurinn sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu gagnvart stúlkunni vegna aflsmunar og að hún hafi verið stödd ein með honum fjarri öðrum.

Átta kynferðisbrot voru tilkynnt þessa verslunarmannahelgi, þar af sjö á útihátíðum og fjögur á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Tvö þeirra gerðust á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal og annað í heimahúsi. Ekkert kom fram um hvar fjórða kynferðisbrotið sem tilkynnt var mun hafa átt sér stað.

Konan krefst þriggja milljóna í miskabætur auk málskostnaðar. Saksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsinga og greiðslu sakarkostnaðs. Verði maðurinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi.

Þinghald í málinu er lokað.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“