fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Líkamsárás og eignaspjöll

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 06:09

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Vogahverfi. Árásarþoli var með minniháttar áverka og gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom á vettvang. Í Bústaðahverfi var maður handtekinn á níunda tímanum í gærkvöldi en hann er grunaður um eignaspjöll. Hann er sagður hafa brotið upp útidyr á húsi einu.

Í Kópavogi var maður handtekinn á níunda tímanum í gærkvöldi grunaður um rúðubrot. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp síðdegis í gær og snemma kvölds. Enginn meiddist í þeim en ökutæki skemmdust eitthvað.

Lögreglan hafði afskipti af tveimur aðilum í gærkvöldi sem eru grunaðir um þjófnað úr verslunum.

Tilkynnt var um innbrot í miðborginni og í Garðabæ. Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði