fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Azpilicueta sleppur við bann

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

César Azpilicueta fékk beint rautt spjald í lokaleik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa. Chelsea áfrýjaði strax dómnum og í dag var það staðfest að enska knattspyrnusambandið hefur dregið spjaldið til baka.

Azpilicueta fékk spjaldið fyrir að slá Jack Grealish undir lok leiks. Eftir áfrýjun var niðurstaðan sú að þetta hefði verið óviljaverk hjá spænska landsliðsmanninum.

Azpilicueta hefði byrjað næsta tímabil í þriggja leikja banni en sleppur nú við það. Leiknum lauk með 2-1 sigri Aston Villa en þar sem Leicester tapaði sínum leik komst Chelsea í Meistaradeildina.

Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu næsta laugardag. Eftir það tekur EM við hjá Azpilicueta en hann var valinn í spænska landsliðshópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina