fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Catarina gagnrýnir að ósjálfbjarga manni hafi ekki verið hjálpað – „Ég hélt að svona gerðist ekki á Íslandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 20:00

Vettvangur atviksins - Miðstöð símenntunar og fleiri fyrirtæki í Keflavík. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Catarina Magalhães er kona frá Portúgal sem búið hefur í fjögur ár á Íslandi og býr núna í Sandgerði. Hún sækir námskeið hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum í Keflavík. Þar varð hún fyrir dapurlegri reynslu í dag sem situr í henni. Það var í stuttu kennsluhléi sem Catarina hitti fyrir mann sem virtist illa á sig kominn. Catarina var að reykja og maðurinn bað hana um eld. Er hún ætlaði að verða við þeirri beiðni féll maðurinn beint á höfuðið. Hún hjálpaði honum á fætur og sá að hann var mjög illa á sig kominn.

„Ég spurði hann hvort hann væri svangur og hann sagði já,“ segir Catarina í viðtali við DV. Hún skaust út í Nettó og keypti samloku handa manninum sem hann borðaði.

„Ég vissi ekki hvort maðurinn var drukkinn, dópaður eða bara veikur en hann leit út fyrir að þurfa á læknishjálp að halda,“ segir Catarina, en maðurinn var með sauma á höfðinu á sömu hlið og hann hafði lent með höfuðið í jörðinni er hann féll. Auk þess var hann með afar ljótt og opið sár á fingri, sem virtist mikil ígerð komin í, en fingurinn var mjög bólginn. Auk þess var maðurinn illa til reika.

Catarina hringdi í 112 og bæði lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang. „Eftir tvær til þrjár mínútur fór sjúkrabíllinn burtu og ég spurði lögreglumanninn af hverju ekki hefði verið farið með manninn í sjúkrabílnum. Lögreglumaðurinn sagðist þekkja hann, að hann héldi til í einhverjum gámi í Keflavík og hann væri alltaf svona. Mér fannst þetta ótrúlegt, ég hélt að svona gerðist ekki á Íslandi,“ segir Catarina sem blöskraði þetta skeytingarleysi um líðan mannsins, bara af því hann virðist vera fíkill.

„Þó að fallið væri ekki hátt þá bar hann ekki fyrir sig hendurnar og lenti beint á höfuðið. Ég hef áður minnst á sárið á fingrinum sem leit hræðilega út. Mér virtist allt benda til þess að maðurinn hefði að minnsta kosti þörf fyrir læknisskoðun, hann hefði til dæmis getað hafa fengið heilahristing,“ segir Catarina.

Hún segir að gífurlegur fjöldi heimilislausra sé í heimalandi hennar, Portúgal, og þar sé sú sjón sem hún varð vitni að í dag miklu algengari. En hún hélt að það væri ekki sama skeytingarleysið hér.

Catarina þurfti að fara aftur í kennslustund en rúmlega hálftíma síðar kemur hún út aftur. Þar hitti hún manninn fyrir aftur, fyrir utan Landsbankann, sem er í sömu byggingu og fræðslustöðin. Maðurinn var enn veiklulegur og illa til reika. Þá kemur kona út úr bankanum og segir með fyrirlitningu í rómnum við Catarinu:

„Ekki skipta þér af honum, ég er búin að hringja á lögregluna. Ég sagði við hana að allt fólk verðskuldi virðingu,“ segir Catarina en henni gremst það viðhorf sem virðist ríkja hjá mörgum til utangarðsfólks.

Að þessu sinni kom enginn sjúkrabíll á staðinn heldur eingöngu lögreglubíl og tveir lögregluþjónar, karl og kona. Þau voru hin alúðlegustu en sögðu að maðurinn þyrfti ekki á læknishjálp að halda. Þau sögðust fara með manninn á staðinn þar sem hann heldur til, en það mun vera gámur einhvers staðar í Keflavík. Eftir sat Catarina og vonaði bara að maðurinn muni jafna sig.

„Það var augljóst að þessi maður þurfti á læknishjálp að halda,“ segir hún og er döpur yfir því viðhorfi sem hún telur sig hafa kynnst í íslensku samfélagi í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir
Fréttir
Í gær

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi

Síðustu skilaboð Jeffrey Epstein voru nöturleg í meira lagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga

The Guardian nefnir Laugaveginn sem einn af eftirlætisáfangastöðum ævintýraferðalanga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“