fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Malbikstöðin og Fagverk kaupa Malbik og völtun

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 14:39

Frá vinstri: Jón Bjarni Jónsson, Vilhjálmur Þór Matthíasson og Valgarð Einarsson. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malbikstöðin og Fagverk hafa keypt Malbik og völtun ehf. en það síðastnefnda hafði verið starfrækt í 40 ár og komið að miklum fjölda malbikunarverkefna í gegnum tíðina. Með kaupunum sameinast fyrirtækin undir merkjum Malbikstöðvarinnar og færist starfsfólk hins keypta fyrirtækis þangað yfir.

„Með sameiningunni verður liðsheildin hjá okkur enn sterkari og áratuga reynsla starfsmanna Malbiks og völtunar er okkur afar verðmæt auk þess sem samlegðaráhrifin verða til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar beggja. Þekkingin sem við fáum yfir með kaupunum er mikil en sjálfur vann ég fyrst með þeim fyrir 30 árum svo það er komin góð reynsla á samstarfið,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar og Fagverks

Kaupin eru mikilvægur hluti af uppbyggingu Malbikstöðvarinnar og Fagverks og einn liður í baráttu fyrirtækjanna um aukna markaðshlutdeild í samkeppni við Reykjavíkurborg sem fer mikinn á malbiksmarkaðnum í samkeppni við einkafyrirtækin.

„Þeir viðskiptavinir sem Malbik og völtun ehf. höfðu fyrir munu vonandi fylgja þeim yfir og við komum þá til með að þjónusta þá áfram og ætlum okkur auðvitað að gera það mjög vel,“ segir Vilhjálmur enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás