fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Aguero ósáttur við Pep

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero er sagður vera ósáttur við Pep Guardiola og hvernig staðið var að brottför hans frá Manchester City.

Sergio Aguero sem er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi kvaddi Etihad og stuðningsmenn í gær eftir 10 ár hjá klúbbnum. Leikmaðurinn kom inn á sem varamaður og skoraði tvívegis og með því bætti hann met Wayne Rooney. Aguero er því sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir eitt félag í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt The Athletic töluðu Aguero og Guardiola ekki saman í nokkrar vikur í mars. Aguero er sagður vera ósáttur við Pep þar sem hann vildi ekki bjóða honum nýjan samning í sumar og þetta særði Aguero. Sambandið á að hafa verið svo slæmt að þeir félagarnir töluðust ekki við í marsmánuði.

Þá segir einnig í frétt The Athletic að Aguero hafi verið tilbúinn að spila síðustu vikur og loksins laus við meiðsli en Guardiola leyfði honum samt ekki að spila mikið.

Þeir félagar virtust þó mestu mátar í fögnuði liðsins eftir leik í gær og þetta hafði Guardiola að segja um argentíska framherjann:

„Við elskum hann svo mikið,“ sagði Guardiola við Sky Sports með tárin í augunum.

„Hann er svo yndislegur. Við munum ekki fá neinn eins og hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar