fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Dagforeldri í Reykjavík ráðleggur móður að slá barnið sitt – „Það þarf að jarða þessa konu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugasemd dagmóður við færslu í hópnum Mæðra Tips! hefur vakið mikla neikvæða athygli og hafa skjáskot af færslunni farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla og er hvatt til þess að umrædd dagmóðir verði tilkynnt yfirvöldum og komið í veg fyrir að hún geti séð um börn í framtíðinni.

Móðir spurði inn á Mæðra Tips hvað væri til ráða þegar barn á fyrsta ári ætti það til að bíta rækilega frá sér.

Undir færsluna skrifar dagmóðir nokkur eftirfarandi ráð:

„Slá hann fast og rækilega þegar hann gerir þetta utanundir. einu sinni og tvisvar ef hann nær því ekki í fyrsta skiptið þá í næsta skiptið. Annars mun hann bíta önnur börn og allir munu gefast upp á að passa hann. Þetta er spurningin um að kenna barninu og aga það ekki og aldrei ofbeldi heldur AGA“

Þessi athugasemd vakti mikla reiði og hefur verið deilt í mörgum hópum á Facebook þar sem fólk á vart orð yfir þessum úrelta hugsunarhætti. Serstaklega þegar á daginn kom að sú sem athugasemdina skrifar er starfandi dagforeldri í Reykjavík.

„Hvernig lærir barn að beita ekki ofbeldi ef að við beitum það ofbeldi?“, spyr ein móðir*

„Vá hvað það er sárt að lesa þetta – í hvaða stöðu erum við sem þjóðfélag þegar eina val okkar eru dagmömmur með þetta viðhorf,“ skrifar önnur.

„Ef þú ert dagmamma þá mun ég tilkynna þig,“ skrifar ein.

„Hryllingur,“ segir önnur.

Aðrar mæður áttu erfitt með að trúa því að dagmóðir gæti frá sér svona athugasemd og töldu að það hlyti að vera önnur skýring.

„Það hlýtur einhver að hafa hakkað sig inn á þetta facebook????“

Inn á Pabbatips Facebook-hópnum hefur skjáskoti af athugasemdinni verið deilt og velta menn þar fyrir sér hvort þurfi ekki að svipta konuna réttindum „Hver er ykkar skoðun á þessu máli? Mitt er að það þarf að jarða þessa konu þannig að hún missi réttindi sín í að sinna dagmömmu starfinu“

Rétt er að taka fram að það að löðrunga barn telst líkamlegt ofbeldi sem er refsivert brot að íslenskum lögum sem og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Refsingar á borð við rassskellingar, löðrunga og annað telst sem ofbeldi og brýtur bæði gegn almennum hegningarlögum sem og gegn barnaverndarlögum.

Ekki náðist í umrædda dagmóður við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“