fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Daði og Gagnamagnið lentu í 4. sæti í Eurovision – Ítalir báru sigur úr býtum – Unnu síðast 1990

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 22. maí 2021 22:47

Daði og Gagnamagnið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Freyr Pétursson og liðsmenn hans í Gagnamagninu gerðu sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum á Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem lauk í Rotterdam rétt í þessu. Eða svona næstum því.

Daði og félagar voru í fimmta sæti eftir kosninguna hjá dómnefndum hinna 39 landa sem kusu með 198 stig. Aðeins einu sinni fékk Ísland fullt hús stiga en það voru Austurríkismenn sem báru ábyrgð á því. Svisslendingar voru í forystu eftir þennan fyrri hluta með 267 stig en á eftir þeim voru Frakkland, Malta og Ítalía.

Alls hlutu Daði og félagar 180 stig í kosningu almennings sem fleytti íslenska framlaginu upp fyrir Möltu og í fjórða sætið. Ítalir báru sigur úr býtum að lokum en framlag hljómsveitarinnar Måneskin, lagið Zitti E Buoni, féll vel í kramið hjá áhorfendum. Þetta er er í þriðja sinn sem Ítalir vinna Eurovision, það gerðist fyrst árið 1964 en seinna skiptið var árið 1990.

Glæsilegur árangur hjá Daða Frey og Gagnamagninu sem voru landi og þjóð til sóma. Um er að ræða besta árangur Íslands undanfarin 12 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku