fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Leiddur út af lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot – Handtakan fór fram á Röntgen

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 14:32

Barinn Röntgen er á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handtakan sem fram fór í miðbæ Reykjavíkur í upphafi mánaðarins átti sér stað á Röntgen, samkvæmt heimildum DV.  Var þar 28 ára gamall karlmaður leiddur út af lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot. Fréttablaðið greindi fyrst frá handtökunni. Manninum var sleppt að skýrslutöku lokinni.

Í samtali við blaðamann DV staðfesti Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að handtakan hafi farið fram en gat ekki greint frá öðrum hliðum málsins að svo stöddu. Sem fyrr sagði herma heimildir DV að handtakan hafi átt sér stað á Röntgen við Hverfisgötu seinni part dags og að fjöldi vitna hafi orðið að henni.

Ævar gat hvorki tjáð sig um hver staðan væri á rannsókn málsins né um önnur málsatvik. Samkvæmt heimildum DV mun brotið hafa átt sér stað sama dag og handtakan fór fram. Afar sjaldgæft er að grunaðir einstaklingar séu „sóttir“ með þessum hætti. Algengara er að þeir séu boðaðir í skýrslutöku með hefðbundnum hætti. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ævar að slíkt væri einkum gert þegar ekki væri langt liðið frá broti.

Veitingastaðurinn Röntgen var í fréttum fyrr á árinu þegar ung kona var bitin í andlitið af Rottweiler hundi þar inni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna