fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Jóhann í Gagnamagninu með COVID – Stígur tárvotur fram – „Þetta er mjög erfitt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 19. maí 2021 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Sigurður Jóhannsson, meðlimur í Gagnamagninu, hefur verið greindur með COVID-19 eftir seinni sýnatöku. Hann stígur fram á Instagram og segist vonast til að fólk geti sýnt þessu skilning og þakkar jafnframt fyrir stuðninginn.

„Hæ ég býst við að þið hafir heyrt að einn meðlimur í Gagnamagninu hefur verið greindur með COVID. Ég vildi bara láta vita að sá meðlimur er ég. Ég er frekar sleginn og vonsvikinn og almennt miður mín yfir þessu öllu. Ég vildi bara láta vita að ég er ekki veikur sem er gott.”

Jóhann átti erfitt með að berjast við tárin á meðan á upptöku stóð og þurfti nokkrum sinnum að gera hlé á upptökunni.

„Ég er ekki veikur og þetta er mjög erfitt því við erum búin að leggja svo mikið á okkur og ég vildi svo mikið vera með og þetta er búið að vera svo lengi í undirbúningi.“

„Afsakið“ segir Jóhann svo og reynir að ná stjórn á tilfinningum sínum sem greinilega eru að bera hann ofurliði enda hafa Daði og Gagnamagnið staðið sig gífurlega vel og lagt mikið á sig til að vera góð landkynning fyrir Ísland og til að gera landsmenn stolta. Lagi okkar, 10 years er spáð mjög góðu gengi og því mikið áfall að íslensku keppendurnir verði fjarri góðu gamni á morgun. Hins vegar verður sýnd upptaka frá seinni æfingu íslenska hópsins sem gekk vonum framar.

„Við erum mjög stolt af upptökunni af seinni æfingunni, hún gekk mjög vel og ég vona að þið verðið stolt af okkur, Íslendingar og stuðningsmenn okkar.“

Jóhann segist hafa reynt að gæta að öryggi en greinilega hafi eitthvað farið úrskeiðis þó hann viti ekki hvað.

„Ég er enn að melta þetta. Þetta er mikið til að meðtaka. Ég gerði allt hvað ég gat til að reyna að gæta að öryggi en það hefur eitthvað greinilega farið úrskeiðis, ég veit samt ekki hvað. En seinni æfingin er góð og ég hlakka til að sjá hana í sjónvarpinu og hver veit kannski má ég vera með á laugardaginn, en ég er líklega of vongóður. En ég vona að þið sýnið þessu skilning og haldið áfram að halda með okkur. Takk öll fyrir stuðninginn.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli