fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar af Hörpu í herkví – Vélbyssur og þyrlur á sveimi vegna heimsóknar ráðherra

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 17:30

mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundir Anthony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við forseta, forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands fóru fram í morgun í Hörpunni. Blinken er til Íslands kominn til þess að taka þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðs sem fram fer í Hörpu á morgun og hinn en Blinken nýtti tækifærið og fundaði með íslenskum ráðamönnum í leiðinni. Um er að ræða fyrstu heimsókn bandarísks ráðamanns frá embættistöku Joe Bidens í janúar.

Að loknum fundi þeirra Blinkens og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar komu þeir kollegar fram á blaðamannafundi þar sem þeir svöruðu spurningum blaðamanna um samskipti ríkjanna og stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.

mynd/Stefán

 

Gríðarlegur viðbúnaður er á meðan á fundahaldinu stendur bæði í Hörpunni og í nágrenni hennar. Lögreglumenn voru á hverju strái fyrir utan bygginguna sem hafði verið girt af. Utan við húsið stóðu liðsmenn sérsveitarinnar, gráir fyrir járnum. Innan veggja Hörpunnar stóðu svo enn fleiri á vakt. Mátti sjá glitta í skildi vopnaðra öryggisvarða Blinkens, en þeir koma úr röðum DSS, eða Diplomatic Security Service. Þeim til halds og trausts voru svo liðsmenn sérsveitarinnar, lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar sem stóðu vörð.

Utan við húsið voru svo hraðbátar Landhelgisgæslunnar og varðskip, auk þess sem danska varðskipið HDMS Thetis lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn og mátti sjá þyrlu hefja sig til lofts af dekki varðskipsins.

Á morgun bætast svo utanríkisráðherrar hinna Norðurslóðaráðsríkjanna sex. Þeirra á meðal er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa sem mætir til leiks á morgun og má þá búast við að viðbúnaðurinn við Hörpu aukist enn. Verður þetta fyrsti fundir þeirra Blinken og Lavrov.

mynd/DV
mynd/Stefán
mynd/DV
mynd/DV
mynd/DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“