fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Stuðningsmenn United mótmæla Glazer fjölskyldunni og stóðu vörð um æfingasvæðið – Solskjaer þurfti að róa mannskapinn

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United söfnuðust saman við æfingasvæði félagsins í morgun til að mótmæla Glazer fjölskyldunni sem á klúbbinn. Ole Gunnar Solskjaer þurfti á endanum að koma út og róa mannskapinn niður.

Amerísku eigendurnir eru taldir hafa verið arkitektar Ofurdeildarinnar sem tilkynnt var á sunnudag. Ensku klúbbarnir staðfestu allir brottför sína úr deildinni á þriðjudag eftir vaxandi neikvæða umræðu frá sjónvarpsstöðvum, aðdáendum og ríkisstjórn Bretlands.

Nú hafa birst myndir þar sem stuðningsmenn söfnuðust saman við báða innganga æfingasvæðisins með borða sem á stóð „Út með Glazers“, „Við ráðum hvenær þið spilið“ og „51% MUFC“ sem vísar í þýska módelið þar sem stuðningsmenn eiga meirahluta í klúbbnum.

Í yfirlýsingu frá félaginu sagði að Solskjaer og fleiri hefðu komið út til þess að ræða við mótmælundur sem höfðu tekið yfir svæðið en nú væri allt öruggt og hópurinn hefur yfirgefið svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina