fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Tottenham búið að reka Jose Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 09:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er búið að reka Jose Mourinho úr starfi knattspyrnustjóra. Mourinho tók við Tottenham á síðustu leiktíð.

Hann hafði misst tökin á gengi liðsins síðustu vikur og 2-2 jafntefli gegn Everton var naglinn í kistu hans.

Tottenham ákvað að reka Mourinho nú aðeins viku fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins þar sem liðið mætir Manchester City.

Mourinho var afar sigursæll í upphafi ferilsins en hann hefur nú á síðustu árum verið rekinn frá Chelsea, Manchester United og nú Tottenham.

Ryan Mason og Chris Powell munu stýra Tottenham tímabundið á meðan Daniel Levy og stjórn félagsins finnur næsta stjóra liðsins.

Mourinho hefur verið valtur í sessi síðustu vikur en hann hefur verið í stríði við leikmenn félagsins og sett marga af betri leikmönnum liðsins út í kuldann.

Mourinho skilur við Tottenham í sjöunda sæti en hann stýrði liðinu í 86 leiki, aldrei hefur hann stýrt liði í svo stuttan tíma frá því að hann tók við Porto og sló í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA