fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Arsenal stal stigi gegn Fulham í uppbótartíma

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók í dag á móti Fulham í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates. Það leit út fyrir að Fulham myndi fara heim með þrjú stig en Arsenal jafnaði í uppbótartíma og leikurinn endaði því með 1-1 jafntefli liðanna.

Undir lok fyrri hálfleiks kom Dani Ceballos knettinum í netið með skalla en VAR ákvað að dæma markið af þar sem Saka virtist vera rangstæður í uppbyggingu marksins. Dómurinn var afar tæpur og eru stuðningsmenn Arsenal brjálaðir.

Eftir tæplega klukkutíma leik dæmdi Craig Pawson vítaspyrnu Fulham í vil og eftir nokkuð langa umhugsun staðfesti VAR dóminn. Maja fór á punktinn og kláraði örugglega og kom gestunum yfir. Arsenal sóttu stíft eftir markið og náðu loksins að jafna leikinn þegar sjö mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Nketiah var hetjan sem skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Markið var jafnframt þungt högg fyrir Fulham sem eru í harðri botnbaráttu í deildinni. Fulham eru í 18. sæti deildarinnar með 27 stig, 6 stigum á eftir Burnley sem eiga þó tvo leiki til góða. Arsenal er í 9. sæti deildarinnar með 46 stig.

Arsenal 1 – 1 Fulham
0-1 Maja (´59)
1-1 Nketiah (´90+8)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best