fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Tengsl milli Rauðagerðismálsins og andlátsins í Kópavogi – „Þeir höfðu verið í einhverjum samskiptum áður“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 19:25

Kópavogur og Rauðagerði - Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem játaði að hafa framið morðið á Armando Bequiri í Rauðagerði í febrúar og maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna andláts Daníels Eiríkssonar í Kópavogi um helgina tengjast. Þetta kemur fram í viðtali Vísis við Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að tengsl séu á milli mannanna telur lögreglan ekki að málin tengist.

„Þeir höfðu verið í einhverjum samskiptum áður, já,“ segir Margeir þegar hann er spurður um tengslin milli mannanna tveggja. Hann segist ekki geta sagt neitt um það hvort mennirnir hafi verið í einhverri starfsemi saman en hann segir að þeir séu ekki af sama þjóðerni. Annar er frá Albaníu en hinn er frá Rúmeníu.

Þrátt fyrir að mennirnir séu báðir tengdir tveimur mismunandi andlátum þá finnst Margeiri það ekki sérstaklega athyglisvert að þeir hafi verið áður í samskiptum við hvorn annan. „Ísland er nú ekki stórt og fjölmennt. Þannig að það getur alveg átt sér stað og hefur eflaust gerst í öðrum málum. Ég veit það ekki. En ég get ekki farið út í það sérstaklega,“ segir hann þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvort honum þætti tengslin ekki athyglisverð. Þá segist Margeir að lögreglan sé ekki að skoða tengsl mannanna sérstaklega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi