fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Elti bifreið Solskjær og barði á rúður – Manchester United fer yfir öryggisráðstafanir

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 13:00

Mynd: Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester United, hafa sett af stað vinnu sem miðar að því að fara yfir þær öryggisráðstafanir sem eru gerðar í kringum knattspyrnustjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær eftir uppákomu um helgina. Mirror greindi frá.

Solskjær var að yfirgefa liðshótel Manchester United, Lowry Hotel, á bifreið sinni þegar að æstur stuðningsmaður elti bifreið hans.

Stuðningsmaðurinn var æstur í að fá eiginhandaráritun frá knattspyrnustjóranum, of æstur að mati forráðamanna Manchester United. Þeir hafa hins vegar ákveðið að líta málið ekki of alvarlegum augum þar sem svona atvik gerast ekki oft en hafa samt sem áður sett af stað vinnu til að skoða öryggisráðstafanir varðandi þjálfara og leikmenn.

Stuðningsmaðurinn elti bifreið Solskjær á hlaupum frá Lowry Hotel og að nærliggjandi umferðarljósum þar sem bíllinn staðnæmdist. Þar barði stuðningsmaðurinn á bílrúðurnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu