fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Elti bifreið Solskjær og barði á rúður – Manchester United fer yfir öryggisráðstafanir

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 13:00

Mynd: Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester United, hafa sett af stað vinnu sem miðar að því að fara yfir þær öryggisráðstafanir sem eru gerðar í kringum knattspyrnustjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær eftir uppákomu um helgina. Mirror greindi frá.

Solskjær var að yfirgefa liðshótel Manchester United, Lowry Hotel, á bifreið sinni þegar að æstur stuðningsmaður elti bifreið hans.

Stuðningsmaðurinn var æstur í að fá eiginhandaráritun frá knattspyrnustjóranum, of æstur að mati forráðamanna Manchester United. Þeir hafa hins vegar ákveðið að líta málið ekki of alvarlegum augum þar sem svona atvik gerast ekki oft en hafa samt sem áður sett af stað vinnu til að skoða öryggisráðstafanir varðandi þjálfara og leikmenn.

Stuðningsmaðurinn elti bifreið Solskjær á hlaupum frá Lowry Hotel og að nærliggjandi umferðarljósum þar sem bíllinn staðnæmdist. Þar barði stuðningsmaðurinn á bílrúðurnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“