fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Töluverður fjöldi fær að mæta á úrslitaleik deildabikarsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 12:00

Wembley.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

8 þúsund áhorfendur fá að mæta á úrslitaleik enska deildabikarsins á milli Manchester City og Tottenham þann 25.apríl. Leikið verður á Wembley. Breska ríkisstjórnin er að prófa sig áfram með það að hleypa áhorfendum aftur á vellina og verður leikurinn partur af þeirri tilraunastarfsemi.

Miðunum verður deilt á milli stuðningsmanna félaganna, fólks sem býr nálægt vellinum og heilbrigðisstarfsmanna. Á þessum leik verður hægt að sjá hvernig til tekst og í kjölfarið verður vonandi hægt að hleypa enn fleirum inn á knattspyrnuvellina á Englandi, sem og á aðra viðburði í landinu.

Einnig var gefið út á dögunum að 4 þúsund áhorfendur fái að mæta á annan undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar á milli Leicester og Southampton þann 15.maí. Á úrslitaleiknum í þeirri keppni er stefnt að því að hafa allt að 21 þúsund áhorfendur.

Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, Mark Bullingham, segir leikina þrjá mikilvægan þátt í því að fá áhorfendur aftur á vellina. Hann vonast til þess að hægt verði að fylla vellina á Evrópumóti karlalandsliða í sumar en þar fara nokkrir leikir fram í Englandi.

Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið vel í Bretlandi. Áætlanir um að fá fólk aftur á vellina eru eftir því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“