fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Segir að það sé ekki bara kreppa heldur líka blússandi góðæri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 21:00

Gylfi Zoëga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Zoëga hagfræðingur segir að tekist hafi að verja 90% af hagkerfi landsins en 10%, sem eru ferðaþjónustan, séu í frosti. Hann segir að ekki sé bara kreppa vegna kórónuveirufaraldursins, en sú kreppa bitni helst á atvinnulausum, heldur sé líka blússandi góðæri. Kaupmáttur hafi aldrei verið meiri og Íslendingar eyði núna ekki lengur peningum í útlöndum heldur versli innanlands sem komi hagkerfinu vel. Stjórnvöld hafi gripið til réttra aðgerða, þ.e. að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi með miklum stuðningi og lækka vexti.

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Gylfi var í viðtali.

Gylfi segir að glapræði sé að opna landið frekar fyrir erlendum ferðamönnum til að freista þess að ná uppsveiflu í ferðaþjónustunni. Miðað við ástand faraldursins í nágrannalöndum sé ólíklegt að það gengi aftur og heildarhagsmunirnir séu svo miklu meiri af því að koma í veg fyrir að faraldurinn breiðist ennfrekar út hér innanlands og lami samfélagið.

Orðrétt segir Gylfi um þau áform stjórnvalda að taka upp svokallað litakóðunarkerfi 1. maí til að liðka fyrir komum ferðamanna frá öruggari svæðum:

Já mér finnst að það ætti að gera áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, ekki bara eina atvinnugrein. Reynir að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn. Svo er hægt að bæta við einhverjum öruggum, bólusettum útlendingum sem fara í próf eða eitthvað slíkt ofan á. En ekki taka sénsinn með að missa bæði innlenda ferðaþjónustu og hitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“