fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Arnar svaraði fyrir mál Birkis: „Ég sem þjálfari er ekki að senda tölvupóst, ég bíð eftir svörum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 22:41

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fyrr í dag þegar kom í ljós að Birkir Már Sævarsson væri í leikbanni gegn Þýskalandi. Forráðamenn KSÍ höfðu ekki fengið það staðfest fyrr en í gær, degi fyrir leik.

Birkir Már var rekinn af velli í síðasta landsleik Íslands undir stjórn Erik Hamren, liðið tapaði þá gegn Englandi á Wembley í nóvember. Tók hann út leikbann sitt í Þýskalandi í kvöld, þrátt fyrir að rauða spjaldið hafi verið í Þjóðadeildinni.

„Birkir Már, við vissum að hann fékk rautt spjald í Þjóðadeildinni. Við erum að byrja undankeppni HM hjá FIFA, við vorum ekki öruggir á því hvort hann tæki rauða spjaldið út. Við biðum eftir svari frá FIFA og UEFA, við vissum að þetta gæti gerst. Við unnum okkar vinnu. Mér fannst Alfons standa sig vel, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Þór um málið.

Allar líkur voru á því að Birkir myndi byrja leikin en Alfons Sampsted tók hans stöðu en gat enginn frá FIFA eða UEFA svarað því fyrr en í gær að Birkir væri í banni?

„Ég veit ekki hvernig þetta virkar allt saman, ég sem þjálfari er ekki að senda tölvupóst á FIFA og UEFA. Ég bíð eftir svörum, ég vinn mína vinnu þangað til að ég fæ þau svör. Ef Birkir Már hefði ekki verið í banni þá hefði hann kannski byrjað þennan leik en það er ekki hægt að velta sér upp úr því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“