fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Plús og mínus: Slæm byrjun og einstaklingsmistök gerðu út um leikinn

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 21:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hóf leik í undankeppni HM í kvöld með útileik gegn Þýskalandi í Duisburg. Leiknum lauk með 3-0 sigri Þjóðverja.

Hér verður farið yfir það góða og slæma í leik íslenska liðsins í kvöld.

Plús +

Albert Guðmundsson, kom inn í staðinn fyrir Rúnar Má á 40. mínútu og kom með ferskleika í íslenska liðið.

Þrátt fyrir erfiða byrjun er eitt sem virðist aldrei hverfa úr íslenska liðinum, baráttan.

Íslenska liðið kom ákveðnara til leiks í upphafi síðari hálfleiks, hélt boltanum betur innan liðsins og pressan hjá liðinu virkaði betur.

Þetta er upphafið á þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska karlalandsliðið, undirbúningur hefur ekki verið eins og hann er venjulega. Liðið er nú að spila eftir nýjum áherslum og mun vonandi slípast fljótt saman.

Mínus – 

Íslenska liðið mætti ekki tilbúið til leiks, staðan var orðin 2-0 fyrir Þýskaland eftir 7 mínútna leik. Hápressa íslenska liðsins var ekki að skila sínu gegn háhraða leikmönnum Þýskalands.

Hörður Björgvin og Birkir Bjarnason gerðu sig seka um að stíga ekki upp með varnarlínu íslenska liðsins í fyrsta marki leiksins sem kom á 2. mínútu. Það gerði Gnabry réttstæðan og hann kom boltanum á Goretzka sem þakkaði pent fyrir gjöfina.

Aftur gerði íslenska liðið mistök, nú í aðdraganda annars marks Þjóðverja. Rúnar Már átti lélega sendingu á miðjum vallarhelmingi sem Þjóðverjar komust inn í. Út frá því hófst laglegt samspil heimamanna sem endaði með marki.

Rúnar Már Sigurjónsson, fór meiddur af velli á 40. mínútu. Það er óljóst á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru en landsliðshópurinn má ekki við frekari skakkaföllum í þessu landsliðsverkefni. Arnar hefur ekki kallað inn aukamannskap hingað til, gerir hann það núna?

Þýska liðið var bara nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska í dag. Fjarvera lykilmanna á borð við Gylfa Þór, Jóa Berg og Alfreð,  hefur einfaldlega of mikið að segja í svona leikjum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“