fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Alex Þór um leik íslenska liðsins og framhaldið – „Við getum stigið upp og við ætlum bara að horfa fram veginn“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 20:02

Mynd frá leik íslenska liðsins í undankeppni mótsins í fyrra/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Þór Hauksson, spilaði allan leikinn í 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi á Evrópumótinu í Ungverjalandi í kvöld. Hann mætti á blaðamannafund íslenska liðsins eftir leik.

Alex segir það góða upplifun að vera fulltrúi Íslands á stórmóti.

„Það er virkilega gaman að prófa sig á sviði þeirra bestu, þetta eru topp 16 lið í Evrópu og bara virkilega gaman að máta sig við frábæra leikmenn.“

En hvernig upplifði hann þróun leiksins í kvöld?

„Þetta var kaflaskiptur leikur af okkar hálfu, við byrjuðum með fína stjórn varnarlega en síðan kemur bara slæmur kafli, mikið af litlum smáatriðum sem klikka sem bara einfaldlega verða að vera í lagi á svona stóru sviði. Það fer illa með okkur.“

„Hins vegar fannst mér jákvætt hjá liðinu að við komum okkur saman og gáfum allt fyrir okkar land og eigum mun betri síðari hálfleik sem við munum klárlega byggja á í þessu móti.“

Hann segir að íslenska liðið trúi og treysti á leikskipulag þjálfarateymisins þrátt fyrir tapið í kvöld.

„Við höfum áður lent í þessari stöðu, við höfum mikinn karakter í okkar liði. Eftir fyrsta markið þá vorum við bara staðráðnir í því að halda okkar leikskipulagi, við trúum að það fram í rauðan dauðann og við ætluðum bara að vera þolinmóður.“ 

Hann tekur ekkert af Rússum en veit að íslenska liðið getur gert betur.

„Rússarnir voru mjög góðir í að finna millisvæði sem við vildum loka, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég ætla ekki að taka neitt af Rússunum, þeir eru flott lið með flotta leikmenn en við hefðum auðvitað átt að gera betur.“

Hann hefur trú á því að íslenska liðið geti stigið upp eftir þetta tap.

„Við getum allir verið sammála um að við getum stigið upp og við ætlum bara að horfa fram veginn. Þetta er langt mót, tveir mikilvægir leikir eftir. Við mætum bara í stríð við Dani,“ sagði Alex Þór Hauksson, leikmaður íslenska u-21 árs landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?

Byrjunarliðin í enska boltanum – Kemur fyrsti sigurinn í dag?
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Í gær

Vill of há laun fyrir Barcelona

Vill of há laun fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“