fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Davíð hrósaði strákunum þrátt fyrir erfitt tap í kvöld – „Við verðum bara að halda áfram“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 19:45

Davíð Snorri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davið Snorri, landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðsins var að vonum svekktur á blaðamannafundi eftir 4-1 tap íslenska liðsins gegn Rússlandi í kvöld

„Mjög svekkjandi úrslit og erfiður leikur þá sérstaklega þessi kafli sem við lendum í eltingarleik. Við komum þó aðeins betur stemmdir inn í seinni hálfleik,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leik.

Hann hrósar strákunum í íslenska liðinu fyrir að hafa aldrei gefist upp í erfiðum aðstæðum.

„Við skorum gott mark í stöðunni 4-0, það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og hrós á strákana fyrir að stíga upp úr erfiðum kafla,“sagði Davíð Snorri.

Hann segir að það þýði ekkert að dvelja lengi við þessi úrslit, það sé nóg eftir af mótinu.

„Ég held að allir vilji stíga upp eftir þetta, auðvitað erum við svekktir í kvöld, eðlilega. Það er mikið sem fer í gegnum hausinn á mönnum þessa stundina.“

„Við þurfum bara að klára þennan leik í fyrramálið og halda áfram. Við höfum tvo daga til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Dönum, við verðum bara að halda áfram,“ sagði Davíð Snorri, landsliðsþjálfari

Hann segir ekkert athugavert hafa verið við undirbúning íslenska liðsins sem gaf til kynna að illa myndi fara í kvöld.

„Við vorum vel fókuseraðir og vorum búnir að gera allt sem við gátum til að undirbúa okkur, bæði leikmenn og þjálfarar. Við vorum vel stemmdir þegar að við mættum hingað í dag, við bara lentum í vondum kafla, það gerist,“ sagði Davíð Snorri.

Næsti leikur íslenska liðsins er á sunnudaginn gegn Dönum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Elliot búinn að finna sér félag

Elliot búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búið að reka Ten Hag úr starfi

Búið að reka Ten Hag úr starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag

Isak-kapallinn farinn af stað – Kaupa tvo öfluga í hans stað í dag