fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Jóhann Berg í byrjunarliði Burnley í jafntefli gegn Arsenal – Bjargaði á línu með öxlinni

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 14:21

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik Arsenal og Burnley í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í hóp hjá Arsenal.

Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir strax á 6. mínútu leiksins með góðu hægri fótar skoti eftir nokkur skæri innan teigs Burnley. Granit Xhaka gaf síðan Burnley-mönnum eitt stig með því að sparka boltanum í Nýsjálendinginn Chris Wood og af honum fór boltinn í netið.

Bæði lið fengu tækifæri til að stela sigrinum en inn vildi boltinn ekki. Téður Chris Wood skaut beint í Bernd Leno þegar hann slapp í gegn og Nicolas Pepe hitti ekki boltann þegar hann fékk frábært skotfæri innan teigs Burnley.

Undir lok leiks átti Pepe skot að marki Burnley, framhjá Nick Pope í markinu en Hollendingurinn Erik Pieters var mættur niður á línu og kom boltanum upp í slána. Andre Marriner, dómari leiksins, taldi boltann hafa farið í höndina á Pieters og dæmdi víti og gaf honum rautt spjald. Eftir nánari skoðun í VAR, hætti hann við vítið og leikurinn hélt áfram. Fleiri urðu mörkin ekki og fara bæði lið heim með sitthvort stigið í pokanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar vill útrýma þessum vanda sem hann segir hafa grasserað á Íslandi

Arnar vill útrýma þessum vanda sem hann segir hafa grasserað á Íslandi