fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 10:20

Frá Keilissvæðinu. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir landsmenn heyrðu í fyrsta skipti í gær orðið „óróapúls“. Það koma víða fyrir í fréttum í eftirmiðdaginn og um kvöldið en flestir hafa líklega í besta falli óljósa hugmynd um hvað það þýðir. „Óróapúls mældist í gær kl. 14:20 og sást á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili, við Litla Hrút,“ segir í samantekt Veðurstofunnar um atburði gærdagsins.

Óróapúls er mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem verða með örstuttu  millibili. „Það sem við teljum að gerst hafi í gær var að kvika var að þrengja sér leið í gegnum jarðskorpuna. Virknin sýnir þá hvar spenna er í jarðskorpunni. Þegar hún rýkur upp köllum við það púls. Þá verður fjöldi lítilla jarðskjálfta, jafnvel með fárra sekúndna millibili,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við DV.

Eins og Sigurlaug segir er líkleg skýring á óróanum í gær sú að kvika hafi verið að þrengja sér leið inn í jarðskorpuna. En óróapúls getur átt sér aðrar skýringar: „Í öðrum kringumstæðum geta verið aðrar skýringar, til dæmis suða á jarðhitakerfi,“ segir Sigurlaug en tekur fram að það eigi alls ekki við um atburði gærdagsins. Þar er líklegasta skýringin sú að kvika hafi verið að þrengja sér leið í gegnum jarðskorpu og valdið fjölda lítilla skjálfta með örstuttu millibili.

Semsagt, stutta skýringin á orðinu „óróapúls“ er: Fjöldi lítilla jarðskjálfta með örstuttu millibili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn