fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Sheffield vann sinn þriðja leik á tímabilinu – Burnley og Leicester skildu jöfn

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 19:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Burnley og Leicester City gerðu jafntefli og Sheffield United vann sinn þriðja sigur á tímabilinu er liðið hafði betur gegn Aston Villa.

Sheffield United tók á móti Aston Villa á heimavelli sínum, Bramall Lane. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Sheffield United.

Eina mark leiksins kom á 30. mínútu, það skoraði David McGoldrick eftir stoðsendingu frá George Baldock.

Sheffield er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 14 stig, tólf stigum frá öruggu sæti í deildinni. Aston Villa er í 9. sæti með 39 stig.

Þá tók Burnley á móti Leicester City á Turf Moor. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson, var ekki í leikmannahóp Burnley en hann er að jafna sig af meiðslum.

Matej Vydra kom Burnley yfir með marki á 4. mínútu leiksins. Þannig stóðu leikar allt þar til á 34. mínútu þegar að Kelechi Iheanacho jafnaði metin fyrir Leicester City með marki eftir stoðsendingu frá Wilfred Ndidi.

Burnley er eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 29 stig. Leicester er í 3. sæti með 50 stig.

Sheffield United 1 – 0 Aston Villa 
1-0 David McGoldrick (’30)

Burnley 1 – 1 Leicester City 
1-0 Matej Vydra (‘4)
1-1 Kelechi Iheanacho (’34)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar

Keypti sjálfan sig og var rekinn sex mánuðum síðar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu

Messi lagði upp fimm mörk og skoraði eitt – Suarez með þrennu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fertugur en gerir tveggja ára samning

Fertugur en gerir tveggja ára samning
433Sport
Í gær

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH