fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Aðeins sex félög sem eiga möguleika á að fá Haaland – Vill ekki sjá Chelsea

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska blaðið Bild heldur því fram að aðeins sex félög eigi möguleiki á því að fá Erling Haaland frá Dortmumnd, í fréttinni segir að Haaland hafi ekki neinn einasta áhuga á að fá Chelsea.

Chelsea er eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á að kaupa norska framherjann í sumar en þessi tvítugi markahrókur hefur ekki áhuga á að spila fyrir Cheslea, samkvæmt Bild.

BIld segir að Haaland hafi áhuga á þremur félögum á Englandi, um er að ræða Manchester United og City auk Liverpool. Þessi þrjú félög gætu heillað þennan magnaða sóknarmann.

Bild segir að Juventus væri félag sem Haaland hefði áhuga á að spila fyrir auk Real Madrid og Barcelona sem eru risarnir á Spáni.

Í frétt Bild segir að Haaland vilji taka næsta skref í lið sem er að vinna titla, ekki lið sem á möguleika á næstu árum. Líklegt er að Dortmund reyni að selja Haaland í sumar fyrir rúmar 100 milljónir punda, sumarið 2022 verður verðmiði hans rúmar 60 milljónir punda. Slík klásúla er í samningi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll