fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 21:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Manchester City en leikið var á Etihad Stadium í Manchester.

Manchester City komst yfir í leiknum á 15. mínútu eftir að Leander Dendoncker, leikmaður Wolves, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 61. mínútu þegar að Conor Coady jafnaði metin fyrir Wolves með marki eftir stoðsendingu frá Joao Moutinho.

Leikmenn Manchester City gáfust þó ekki upp. Gabriel Jesus kom liðinu í stöðuna 2-1 með marki á 80. mínútu.

Riyad Mahrez bætti við þriðja marki Manchester City á 91. mínútu og Gabriel Jesus innsiglaði 4-1 sigur liðsins með marki á 95. mínútu.

Manchester City er eftir leikinn í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig. Wolves situr í 12. sæti með 34 stig.

Manchester City 4 – 1 Wolves 
1-0 Leander Dendoncker (’15)
1-1 Conor Coady (’61)
2-1 Gabriel Jesus (’80)
3-1 Riyad Mahrez (’90+1)
4-1 Gabriel Jesus (’90+5)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli
433Sport
Í gær

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi