fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

U-beygja aldarinnar hjá Paul Pogba?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U-beygja aldarinnar gæti átt sér stað á næstu vikum ef marka má frétt enska blaðsins Mirror í dag. Þar segir að Paul Pogba miðjumaður Manchester United sé opinn fyrir því að framlengja samning sinn við Manchester United.

Samningur Pogba við United er á enda eftir 16 mánuði, búist hefur verið við því síðustu mánuði að Pogba yrði seldur í sumar.

Pogba hefur opinberlega rætt um þá ósk sína að fara frá Manchester United, Mino Raiola umboðsmaður hans hefur einnig kveikt elda með því að ræða málið.

Pogba hefur sagt frá draumi sínum um að spila fyrir Real Madrid en hans gamla félag Juventus hefur einnig haft áhuga.

Kórónuveiran hefur hins vegar breytt landslaginu í fótboltanum, erfiðara er fyrir dýra og launaháa leikmenn að skipta um félög þessa stundina. Veiran hefur veikt fjárhag margra félaga en United gæti boðið Pogba góð laun.

United mun samkvæmt fréttum ræða framtíðina við Pogba á næstu vikum, hann gæti þá framlengt samning sinn eða tekið ákvörðun um að reyna að losna í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli
433Sport
Í gær

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi