fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Milljóna tilboð frá Akureyri kom til Breiðabliks

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 15:00

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA bauð í Damir Muminovic miðvörð Breiðabliks fyrir helgi. Frá þessu greindi Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr. Football hlaðvarpsins.

Í skýrslu Kristjáns kom fram að KA hafi lagt fram milljóna tilboð í miðvörðinn öfluga, því var hafnað af hálfu Breiðabliks.

Damir hefur síðustu ár verið einn öflugasti varnarmaður efstu deildar karla á Íslandi, þjálfari KA er Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari Breiðabliks.

Damir hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2014 en hann lék áður með HK, Víkingi Ólafsvík og Leikni.

Damir er fæddur árið 1990 en hann hefur spilað tæpa 300 leiki í deild og bikar hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll