fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hörmungar Manchester United gegn stóru strákunum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 10:47

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea fengu Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í gær. Thomas Tuchel var að stýra Chelsea í níunda skiptið og á hann enn eftir að tapa með liðið. Liðin gerðu 0-0 jafntefli í fyrri leik sínum á leiktíðinni og voru það einnig úrslitin í gær.

Stærsta atvik leiksins var í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendina á Callum Hudson-Odoi innan vítateigs Chelsea. Dómarinn virtist ekki sjá atvikið og leikurinn hélt áfram en var að lokum stöðvaður fyrir VAR-skoðun. VAR taldi hins vegar ekki vera ástæða til að dæma vítaspyrnu og leik því haldið áfram.

Erfiðleikar United gegn stóru liðum deildarinnar heldur áfram, liðið hefur ekki unnið eitt af stóru sex liðunum á þessu tímabili.

United hefur aðeins skorað eitt mark gegn stóru liðunum en það kom í 1-6 tapi gegn Tottenham, það mark kom úr vítaspyrnu.

Í síðustu fjórum leikjum gegn stóru liðunum hafa leikirnir endað með markalausu jafntefli. United á stórleik aftur um næstu helgi þegar liðið heimsækir Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“