fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United mun mokgræða á nýjum samningi, ímynd hans hefur stækkað mikið síðustu mánuði eftir að hann fór að hjálpa fátækum börnum að nærast.

Rashford hefur síðustu mánuði barist við stjórnvöld í Bretlandi um að fæða börn sem alast upp við fátækt, barátta hans hefur vakið mikla athygli og Rashford fengið mikið lof fyrir. Ímynd hans er góð og fyrirtæki vilja tengjast slíkum leikmanni.

Nú mun Rashford njóta góðs af því en hann er að fara að gera nýjan samning er varðar takkaskóna sem hann spilar í. Stærstu stjörnur fótboltans græða vel á slíkjum samningum.

Samningur Rashford við Nike er að renna út í sumar og er Puma að bjóða Rashford gull og græna skó. Puma hefur verið að stækka mikið á þessum markaði síðustu mánuði.

Puma borgar Neymar 21 milljón punda á ári fyrir að klæðast skóm og fötum frá fyrirtækinu, vitað er að Nike vill halda Rashford og því getur hann notað þá samkeppni til að stækka samninginn.

Puma á einnig í viðræðum við Raheem Sterling og segja ensk blöð að fyrirtækið hafi boðið honum í kringum 10 milljónir punda á ári fyrir að leika í skóm fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö