Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, séu bestu leikmenn Englands um þessar mundir. Þeir hafa báðir verið áberandi með sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni.
Ferdinand heldur úti hlaðvarpsþætti þar sem hann lét þá skoðun sína í ljós að Grealish og Foden ættu að eiga bókað sæti í byrjunarliði Englands á Evrópumóti landsliða í sumar.
„Hann þarf að spila (Foden), hverjir munu spila með honum og Grealish, þeir eru bestu leikmenn Englands um þessar mundir,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum.
Foden hefur gert sig gildandi í liði Manchester City á þessu tímabili. Hann hefur spilað 28 leiki á leiktíðinni, skorað 4 mörk og gefið 2 stoðsendingar. Hann átti stóran þátt í 4-1 sigri Manchester City á Liverpool um síðustu helgi þar sem hann gaf eina stoðsendingu og skoraði eitt mark.
„Þegar að við tölum um bestu leikmenn hverrar kynslóðar, þá er hann í umræðunni. Ég var einn af þeim sem sagði að hann þyrfti að fara á láni frá Manchester City, fá smá reynslu. En nú sérðu sjálfstraustið sem Pep Guardiola hefur gagnvart honum. Enginn Kevin De Bruyne, enginn Aguero og hann segir þetta er minn maður,“ sagði Ferdinand um Foden.
Grealish hefur einnig verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni. Hann hefur spilað 22 leiki, skorað sjö mörk og gefið 12 stoðsendingar. Hann mun ólmur vilja vera hluti af enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar en Grealish er aðeins með þrjá A-landsleiki á bakinu.