fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Hneykslismál skekja breska Sports Direct

– Markaðsvirði íþróttavörukeðjunnar hefur fallið um 200 milljarða króna frá áramótum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. janúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðsvirði bresku íþróttavörukeðjunnar Sports Direct hefur hrunið um jafnvirði rétt tæplega 200 milljarða króna frá áramótum í kjölfar hrinu hneykslismála. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku og hlutabréf þess hafa fallið í verði um 26% það sem af er ári. Eigandi Sports Direct á Íslandi vildi ekki tjá sig um tíðindin frá Bretlandi þegar DV náði tali af honum.

Minni hagnaður

Samkvæmt afkomuviðvöruninni er gert ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins á yfirstandandi fjárhagsári, sem nær frá 1. apríl 2015 til 31. mars 2016, verði 40 milljónum punda, jafnvirði 7,6 milljarða króna, minni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ástæðan sé minni sala í verslunum í dýrari verslunargötum og hið góða veður sem gekk yfir Bretland í jólamánuðinum. Fyrri spár fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 420 milljónir punda eða 79 milljarða króna.

Mike Ashley hefur lengi verið tíður gestur á síðum bresku dagblaðanna.
Stofnaði verslunarrisa Mike Ashley hefur lengi verið tíður gestur á síðum bresku dagblaðanna.

Afkomuviðvörunin kom í kjölfarið á afhjúpun breska fjölmiðilsins The Guardian á launakjörum hlutastarfsmanna íþróttavörukeðjunnar. Samkvæmt henni er tímakaup þúsunda þeirra undir lágmarkslaunum sem nema 6,7 pundum á klukkustund eða 1.267 krónum.

Lánaði tengdasyninum

Til að bæta gráu ofan á svart hafa breskir fjölmiðlar síðustu daga greint frá ásökunum um að Mike Ashley, stofnandi smásölurisans og eigandi enska knattspyrnufélagsins Newcastle United, hafi ráðið kærasta dóttur sinnar í yfirmannsstöðu hjá fyrirtækinu. Eigandinn umdeildi hafi einnig lánað tengdasyninum tilvonandi 10,7 milljónir punda eða tæpa tvo milljarða króna.

Opnaði Sports Direct á Íslandi sumarið 2012.
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson Opnaði Sports Direct á Íslandi sumarið 2012.

Í nýlegri umfjöllun breska viðskiptamiðilsins Business Insider segir að hinn 26 ára gamli kærasti, Michael Murray, hafi verið fenginn til að stýra 250 milljóna punda fasteignasjóði og vinna að markaðssetningu á nýrri íþróttavörulínu Sports Direct. Murray, sem hefur enga reynslu af fjárfestingum í fasteignum, vann þar til í fyrrasumar við að skipuleggja tónleikahátíð í Bretlandi og stýra þarlendum næturklúbbi.

Jákvæð afkoma

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Sports Direct í Lindum í Kópavogi, vildi, sem fyrr segir, ekki tjá sig um nýjustu fréttir af bresku íþróttavörukeðjunni.

Verslun Sigurðar var rekin með 21 milljónar króna hagnaði á síðasta fjárhagsári hennar sem náði yfir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Samkvæmt nýjasta ársreikningi rekstrarfélags hennar, NDS ehf., námu eignir félagsins 289 milljónum í lok tímabilsins en skuldirnar 265 milljónum. Eignarhald verslunarinnar er skráð á félag í Lúxemborg, Rhapsody Investments S.A. Sigurður sagði í viðtali við Viðskiptablaðið í mars 2014 að ástæðan fyrir því væri sú að stjórn Sports Direct í Bretlandi hefði ekki viljað setja fjármagn inn í íslenskt félag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni