fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Landsleikir Íslands færast yfir á Viaplay – Streymisveitan sækir verulega í sig veðrið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nordic Entertainment Group (NENT Group), stærsta streymisveita á Norðurlöndum, mun sýna landsleiki á vegum Knattspyrnusambands Evrópu í beinni útsendingu í gegnum Viaplay á Íslandi frá og með keppnistímabilinu 2022-2023. Sex ára tímamótasamkomulag þess efnis nær til 60 íslenskra landsleikja, en samtals verður meira en 1200 leikjum streymt á Viaplay. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem UEFA gerir einkaréttarsamning við streymisveitu.

Strákarnir okkar – íslenska landsliðið í knattspyrnu – eru stolt þjóðarinnar á íþróttasviðinu og hafa komist á tvö af síðustu þremur stórmótum. Ekkert landslið í heiminum á dyggari stuðningsmenn, en 99,8% þjóðarinnar fylgdust með þegar Ísland lagði England að velli á Evrópumótinu 2016.

Þegar íslenska landsliðið hefur leik í Þjóðadeildinni 2022 og í undankeppni EM 2024 geta íslenskir áhorfendur fylgst með öllu sem gerist á streymisveitunni Viaplay. Auk íslenska landsliðsins verður Viaplay heimili allra annarra landsleikja í Evrópu frá 2022-2028. Kaupin á sýningarrétti frá landsleikjum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu koma í kjölfarið á kaupunum á sýningarrétti Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildinni og UEFA Conference League, sem veitir íslenskum áskrifendum Viaplay aðgang að óviðjafnanlegu safni af knattspyrnuleikjum.

Anders Jensen, forstjóri og framkvæmdastjóri NENT Group segir: ,,Þetta er stór áfangi fyrir okkur og sýnir metnað okkar fyrir alþjóðlegri stækkun Viaplay. Þegar við byrjum að sýna frá íþróttum á Viaplay viljum við verða leiðandi íþróttastöð í viðkomandi landi og sú staðreynd að þetta sé í fyrsta sinn sem Knattspyrnusamband Evrópu gerir einkaréttarsamning við streymisveitu undirstrikar hversu metnaðarfull við erum. Réttinum til að sýna frá íslenska landsliðinu fylgir mikil ábyrgð og munum við leita í 30 ára reynslubanka okkar á Norðurlöndunum til að framleiða og bjóða upp á útsendingar frá þessum leikjum með hætti sem ekki hefur sést áður.“

Guy-Laurent Epstein, yfirmaður markaðsmála hjá UEFA segir: ,,Við erum himinlifandi yfir því að hafa náð samkomulagi um frekara langtíma samstarf með NENT, sem mun, á árunum 2022 til 2028, tryggja íslenska landsliðinu og öðrum evrópskum landsliðum heimili á Viaplay. Þar sem NENT hefur víðtæka reynslu í útsendingum frá knattspyrnuleikjum, erum við sannfærð um að stuðningsmenn íslenska landsliðsins muni fá framúrskarandi umfjöllun um leiki Íslands í undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 sem og Þjóðadeild Evrópu ásamt úrslitakeppnum Þjóðadeildarinnar 2023, 2025 og 2027 á þeim fjölmörgu áhorfsmöguleikum sem Viaplay býður upp á.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Í gær

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Í gær

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik