fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Sendu út flóðbylgjuviðvörun fyrir mistök – Mikil skelfing greip um sig

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 06:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Chile hafa beðist afsökunar á að hafa fyrir mistök sent út flóðbylgjuviðvörun þar sem fólk var hvatt til að forða sér frá strandsvæðum vegna öflugs jarðskjálfta á Suðurskautslandinu. Mikil skelfing greip um sig eftir að viðvörunin var send út.

Viðvörunin var send út á vegum innanríkisráðuneytisins á sunnudagskvöldið klukkan 20.36 á Twitter. Í henni kom fram að jarðskjálfti upp á 7,1 hefði orðið. Var fólk hvatt til að forða sér frá strandsvæðum vegna flóðbylgjuhættu. En viðvörunin var einnig, fyrir mistök, send í farsíma um allt land.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirvöld segi að um tæknibilun hafi verið að ræða og því hafi viðvörunin verið send í farsíma um allt land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við