fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar reglur sem kveða á um breyttan aldur kvenna í brjóstamyndatökur og leghálsskoðanir og breytt fyrirkomulag þeirra hafa valdið mikilli gremju í samfélaginu síðan þær voru kynntar fyrir skömmu síðan.

Eins og DV hefur sagt frá var leitarstöð Krabbameinsfélagsins lögð niður um síðustu áramót í því sem margir hafa kallað klaufalegri yfirtöku heilbrigðisyfirvalda á skimunum eftir brjósta- og leghálskrabbameini í konum.

Fram að síðustu áramótum fóru myndatökur vegna leitar að brjóstakrabbameini og leghálsstrokur fram á leitarstöðinni. Frá og með 1. janúar tók ríkið þetta yfir og færði myndatökurnar vegna brjóstakrabbameins á Landspítalann og leghálsstrokur á heilsugæslustöðvarnar. Þá var lágmarksaldurinn í brjóstakrabbameinsleit hækkaður úr 40 í 50 ár.

Þar sem tæknibúnaður var ekki tilbúinn undir verkefnið hjá Landspítalanum tók Landspítalinn húsnæði og tækjabúnað leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins á leigu og sinnir þar sömu verkefnum og Krabbameinsfélagið sinnti áður, með sama mannskap og notar til þess sama búnað. Eini munurinn er nú sá að kostnaðurinn er minni og kemur mismunurinn úr vasa hins opinbera. Hafa margir spurt sig í ljósi þessa hvort ekki hefði verið skynsamlegra að ríkið niðurgreiddi beint kostnaðinn vegna skimananna.

Flestum starfsmönnum leitarstöðvarinnar hefur svo boðin vinna á heilsugæslum eða Landspítala til þess að sinna sömu störfum og þeir sinntu áður á leitarstöð Krabbameinsfélagsins, nema þeim starfsmönnum sem sinntu rannsóknum á leghálsstrokusýnum. Sjúkratryggingar Íslands leita nú að tilboðum í sýnarannsókn frá aðilum hérlendis. Á meðan eru sýnin send til útlanda til greiningar og þeir sérfræðingar sem áður sinntu þessu starfi hér á landi fyrir leitarstöðina eru margir orðnir atvinnulausir.

Óhætt er að segja að gríðarleg óánægja hafi brotist út hér á landi með breytingarnar. Nýverið var undirskriftasöfnun hrundið af stað þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru hvattar til þess að endurskoða nýju reglurnar. Texti undirskriftasöfnuninni, sem nálgast má hér, er eftirfarandi:

Nýjar reglur kveða á um breyttan aldur kvenna í brjóstamyndatökur. Við biðjum því heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra um að endurskoða þessar nýju reglur þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað. 

Þegar þetta er skrifað höfðu um 15 þúsund undirskriftir safnast á aðeins 17 klukkustundum.

Segir ráðherra búa til tvöfalt kerfi þar sem hinir ríku geta keypt sig fremst í röðina

Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs í Garðabæ, er ein þeirra sem vakið hefur athygli á bollaleggingum heilbrigðisráðherra.

„Enn og aftur verð ég fyrir vonbrigðum með heilbrigðisráðherra. Það má ekkert virka og styðja við heilbrigðiskerfið sem ekki er innan hins opinbera,“ skrifar Áslaug og bendir á að „kerfið“ hafi reynst viðskotaillur spírall að eiga við undanfarið. „Kerfið stoppar nær alla heilbrigðisþjónustu sem hægt er að bjóða í gegnum fjarlækningar þrátt fyrir að hafi aldrei verið eins mikilvægt og á tímum Covid, tala nú ekki um aukið aðgengi fólks á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu,“ skrifar hún.
Við höfum þekkt dæmi um sjálfstætt starfandi taugalækni sem fékk ekki að starfa þrátt fyrir skort á taugalæknum hér á landi. Langir biðlistar í liðskiptaaðgerðir og sjúklingar sendir til Svíþjóðar þegar hægt er að gera slíkar aðgerðir með mun minni fyrirhöfn fyrir sjúklinga í Ármúla fyrir þriðjung af kostnaðinum.
Því næst víkur hún að skimunum Krabbameinsfélagsins sem það hefur byggt upp í mörg ár. Hún segir ríkið hafa „hrifsað það til sín“ og sett inn á Landspítala og heilsugæslustöðvar sem áttu fullt í fangi með sitt fyrir.
Og auðvitað, minnkar þjónustan og skimunum fækkar. Ég velti fyrir mér hver sparnaðurinn er í raun, hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna sem eru yngri en 50 ára og greinast árlega?
Þetta er óásættanlegt. Í stað þess að vinna með því fagfólki sem við eigum er lokað á það. Með þessu er ráðherra að búa til tvöfalt kerfi, kerfi þar sem fólk borgar sig fram fyrir röðina, í stað þess að Sjúkratryggingar semji við viðkomandi aðila sem geta veitt viðurkennda og mikilvæga þjónustu á sama verði og ríkið – og létta um leið á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
Skrif Áslaugar á Facebook hafa vakið talsverða athygli. Þannig svarar Inga Lind Karlsdóttir, flokkssystir Áslaugar í Sjálfstæðisflokknum: „Beint í mark, Áslaug! Þetta er algjörlega óskiljanlegt, óásættanlegt, óvarlegt og óþolandi. Ólíðandi líka. Pólitíkin (og hún gamaldags og úr sér gengin) er tekin fram yfir heilsu og líf fólks.“

Facebook færslu Áslaugar er, með leyfi Áslaugar, birt í heild sinni hér að neðan:

https://www.facebook.com/aslaug.h.jonsdottir/posts/10224773831874501

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum