fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Bestu og verstu trend 2020 samkvæmt álitsgjöfum DV

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. janúar 2021 18:00

Bergþóra Magnúsdóttir, Kormákur Geirharðsson og Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fengum álitsgjafana Bergþóru Magnúsdóttur búningahönnuð, Elísabetu Gunnars tískubloggara, og Kormák Geirharðsson verslunarmann til að fara yfir bestu og verstu trend ársins.

Sjá einnig: Best klæddu Íslendingarnir 2020

Bestu trend ársins

Elísabet Gunnars í joggara. Aðsend mynd.

Joggarar

„Joggarar (e. sweatsuits) náðu nýjum hæðum árið 2020 og það er svo sannarlega mitt uppáhalds trend á árinu. Trend sem heldur bara áfram því öll tískuhúsin virðast vera að vinna með notalegheitin inn í nýja árið.“

-Elísbet Gunnarsdóttir

Fjöldi verslana hér á landi byrjuðu að selja hárklemmur í ár. Þessar eru frá Andrea.is

Hárklemmur

„Persónulega vann ég líka mikið með hárklemmur og derhúfur – bæði skemmtileg trend sem setja punktinn yfir i-ið.“

-Elísbet Gunnarsdóttir

Íslensk hönnun

„Sérstakt íslenskt trend – fólk velur íslenska hönnun meira en áður. Að styðja við okkar hæfileikafólk í hönnun er einmitt málið!“

-Elísbet Gunnarsdóttir

Rúllukragapeysa. Mynd/Kormákur og Skjöldur

Rúllukraginn

„Ég er búinn að vera í „rúllara“ svolítið lengi en mér finnst að fleiri hafi verið að uppgötva hann í ár.“

-Kormákur Geirharðsson

Litríkar og fjölbreyttar grímur.

Grímur

Verð ég ekki að svara þessu undir boðorði hinnar heilögu þrenningar og segja grímur. Við erum öll almannavarnir en sem betur fer er grímuflóran litrík og fjölbreytileg og lýsir þannig upp sóttvarnadrungann sem væri hræðilegur ef allir væru með hvítar einnota andlitsgrímur.“

-Bergþóra Magnúsdóttir

Verstu trendin

Bergþóra er ekki hrifin af þessari samsetningu.

Dyngja X Bugaboo

„Samsetningin kamellitaður Buggabu og 66°Norður hnésíð Dyngja. Flott bæði, bara í sitthvoru lagi.“

-Bergþóra Magnúsdóttir.

Kormákur er ekki hrifinn af buffinu.

Buff

„Buffið.“

-Kormákur Geirharðsson.

Mikil aukning hefur verið á fegrunaraðgerðum hjá ungu fólki undanfarið.

Fegrunaraðgerðir

„Ég er ekki hlynnt öllum þessum lýtaaðgerðum sem virðast því miður vera einhvers konar trend hérlendis og erlendis.“

-Elísabet Gunnars.

Gucci peysa.

Hátíska stíluð á ungt fólk

„Dýrar vörur frá hátískumerkjum fyrir ungt fólk sem á ekki fyrir því – hettupeysur fyrir handlegg. Mér finnst mikilvægt að impra á því við ungt fólk að eiga fyrir hlutunum sem þeir klæðast. Ég kenni minni dóttur það sem verður bráðum unglingur.“

-Elísabet Gunnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025