fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bestu klæddu Íslendingarnir 2020

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 31. desember 2020 16:00

Töff í tauinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fengum álitsgjafana Bergþóru Magnúsdóttur búningahönnuð, Elísabetu Gunnars tískubloggara, og Kormák Geirharðsson verslunarmann til að tilnefna best klædda Íslendinginn.

Bergþóra Magnúsdóttir, Kormákur Geirharðsson og Elísabet Gunnarsdóttir.

Best klæddi Íslendingurinn árið 2021

Hildur Guðnadóttir. Mynd/Getty

Hildur Guðnadóttir

„Hildur Guðnadóttir tónskáld. Hún er með fágaðan stíl sem er einhvern veginn allt í senn tímalaus og afslappaður en afgerandi. Hún ber alltaf af.“

-Bergþóra Magnúsdóttir

Bríet. Mynd/Valli

Bríet

„Bríet söngkona. Með einstakan stíl. Gaman að fylgjast með hvernig hann vex með henni með hverju árinu. Fer sínar eigin leiðir. Óhrædd að prófa sig áfram.“

-Bergþóra Magnúsdóttir

Stefán Svan. Mynd/Anna Maggý

Stefán Svan

„Stefán Svan, fatahönnuður og verslunareigandi. Með vandaðan stíl. Litríkur og þorir að blanda saman ólíkum efnum og mynstrum.“

-Bergþóra Magnúsdóttir

Hrafnhildur Arnardóttir Shoplifter. Mynd/Stefán Karlsson

Hrafnhildur Arnardóttir

„Shoplifter Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarmaður. Framúrstefnuleg og öðruvísi. Hún er eins og úr öðrum heimi. Blandar saman öllum litum, mynstrum í bland við alls konar efnisáferðir og allt gengur þetta upp á einhvern ævintýralegan hátt.“

-Bergþóra Magnúsdóttir

Andrea Magnúsdóttir. Mynd/Anton Brink

Andrea Magnúsdóttir

„Þetta er mögulega erfiðasta árið til að svara einmitt þessari spurningu. Þar sem við vorum flest klædd í náttbuxur að neðan, gerðum lítið og hittum fáa. Sú fyrsta sem kemur upp í huga mér er fatahönnuðurinn og vinkona mín Andrea Magnúsdóttir. Hún var ein af fáum sem klæddi sig í kjól alla daga í fyrstu bylgju Covid og hvatti aðrar konur til að gera slíkt hið sama með því að koma af stað myllumerkinu #kjólaáskorun á Instagram,“ segir Elísabet.

-Elísbet Gunnarsdóttir

Kormákur og Skjöldur. Mynd/Anton Brink

Skjöldur Sigurjónsson

„Skjöldur prýðir jakkaföt ansi vel og er með óaðfinnanlega bindishnúta. Og er tignarlegur á velli.“

-Kormákur Geirharðsson

Edda Andrésdóttir. Mynd/Skjáskot/Stöð2

Edda Andrésdóttir

„Edda Andrésdóttir fjölmiðlakona. Edda er trú sínum stíl sem og flott, hvort sem það er rúllukragi og dragt, eða skyrta og dragt. Trylltu „70‘s“ gleraugun hennar setja svo punktinn yfir i-ið.“

-Bergþóra Magnúsdóttir

Alma Möller. Mynd/Ernir

Alma Möller

„Ég get ekki sleppt að nefna Ölmu Möller landlækni. Hún er með klassískan og fágaðan stíl, sem hún er óhrædd við að poppa upp með sterkum litum þegar við á. Glæsileg kona.“

-Bergþóra Magnúsdóttir

Eliza Reid forsetafrú. Mynd/Valli

Saga Sig, Ragga Gísla, Andrea Röfn, Eliza Reid, GDRN og Bríet

„Það gefur og gleður að klæða sig upp og mikið hlakka ég til að hitta fólk og hafa gaman aftur, þegar það má.“

GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð. Mynd/Ernir

Elísabet nefnir aðra Íslendinga sem henni þótti einstaklega vel klæddir á árinu: „Saga Sig, Ragga Gísla, Andrea Röfn, Eliza Reid, GDRN og Bríet.“

-Elísabet Gunnarsdóttir

Andrea Röfn. Mynd/Instagram
Saga Sig. Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“