fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Bólusetningar gegn COVID-19 hefjast hér á landi líklega á þriðjudag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. desember 2020 13:53

Kári og Þórólfur hafa átt í viðræðum við Pfizer að undanförnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer koma hingað til lands á morgun, mánudag. Tekur þá við vandasöm vinna fyrirtækisins Distica við að yfirfara sendinguna og gæta þess að í lagi sé með þessa einstöku vöru, en þar er lykilatriði að hitastig sé rétt. Bóluefnið geymist í miklu frosti.

Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV. Rætt var við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir komu bólefnis marka nýjan kafla í baráttunni við veiruna – og vonandi lokakaflann.

Mikið hefur verið fjallað um þá óvissu sem ríkir varðandi magn og hraða sendinga á bóluefni hingað til lands á næsta ári. Þórólfur og Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, reyna nú hvað þeir geta að fá framleiðandann Pfizer til að hraða sendingum bóluefnis hingað til lands því samflotið með Evrópusambandinu virðist engan veginn duga til að tryggja Íslendingum nægilegt bóluefni á næstunni. Viðræðurnar við Pfizer snúast um að veita framleiðandanum upplýsingar um hvernig til tekst með bólusetningu á heilli þjóð, Íslendingum:

„Við erum að reyna að hraða ferlinu með því að ræða við Pfizer, bæði ég og Kári Stefánsson, við erum að reyna að setja þetta þannig upp að við getum fylgst með á staðaðan máta fylgst með árangri bólusetningarinnar ef við fáum nógu mikið bóluefni til að bólusetja stóran part af þjóðinni. Ef það tekst allt saman þá á okkur að takast að bólusetja þjóðina mjög hratt og fylgjast með því á staðlaðan máta í samvinnu við Pfizer. Það er það sem væru bestu tíðindi sem kæmu, það verður að koma í ljós,“ segir Þórólfur í viðtali við RÚV.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“