fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ung kona ók á tré

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. desember 2020 08:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 109 í Reykjavík. Ung kona missti stjórn á bíl sínum og ók á tré. Fann hún fyrir eymslum í handlegg og fótlegg. Samkvæmt dagbók lögreglu ætlaði konan sjálf á Bráðadeild til aðhlynningar. Bíllinn var fluttur burt af vettvangi.

Um þrjúleytið í nótt var tilkynnt um eld í bíl í hverfi 111. Slökkvilið kom á vettvang. Annar bíl sem lagt var beint á móti brennandi bílnum skemmdist einnig.

Klukkan hálftvö í nótt var tilkynnt um húsbrot, þjófnað og eignaspjöll í Garðabæ. Hafði verið farið inn í ólæsta bíla, gramsað og mögulega stolið munum. Einnig var brotið upp lyklabox og stolið lyklum.

Laust fyrir klukkan níu í gærkvöld var maður handtekinn í miðbænum, grunaður um líkamsárás og hótanir. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins en árásarþolinn fór á bráðadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um áverka hans.

Um hálftólfleytið var tilkynnt um bruna í hverfi 105. Var þetta eldur í kertaskreytingu á stofuborði, en enginn var heima. Slökkvilið kom á vettvang en eldurinn var að mestu búinn þegar menn fóru inn. Íbúðin var hins vegar full af reyk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“