fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Lögreglan segir að ekki hafi verið rétt að segja frá því að ráðherra hafi verið í samkvæminu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. desember 2020 19:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér stutta tilkynningu þar sem staðfest er að upplýsingar sem sendar eru úr dagbók lögreglu eigi ekki að vera persónugreinanlegar. Segir lögregla að málið verði rannsakað, en tilkynningin er eftirfarandi:

„Vegna fyrirspurna fjölmiðla um tölvupóst sem þeim barst frá embættinu snemma á aðfangadag skal þess getið að vinnureglan er sú að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr dagbók lögreglunnar þegar samantektir úr henni eru sendar hverju sinni. Í samantektinni, sem var send fjölmiðlum á aðfangadag, fórst það fyrir. Ef misbrestur verður á framansögðu er það ávallt skoðað til hlítar.“

Í tilkynningunni sem unnin var upp úr dagbók lögreglu segir að „hæstvirtur ráðherra“ hafi verið á meðal gesta í samkvæmi í Ásmundarsal. Fjölmiðlar áttuðu sig fljótt á því að þetta væri vinnulag sem stingi í stúf við venjur í ritun þessara tilkynninga.

Lesa má úr tilkynningu lögreglunnar að þessar venjur hafi verið brotnar í þetta skipti og viðkomandi aðili sem beri ábyrgð á því muni þurfa að standa fyrir máli sínu. Þess má geta að þessi hluti tilkynningarinnar var með öðru letri en afgangurinn af tilkynningunni á aðfangadagsmorgun, líkt og einhver hefði átt við textann eftir á, án þess að nokkuð verði fullyrt um að svo hafi verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“