fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Læknir á Landspítalanum kallar eftir afsögn Bjarna – „Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla”

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 12:32

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, vill að Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segi af sér eftir atburð gærkvöldsins þar sem hann var í 40 til 50 manna samkvæmi. Jón Magnús birti færslu um þetta á Facebook og segir í henni að samkoman sé fáránlegt og skammarlegt brot á sóttvarnareglum sem geti hleypt af stað svokölluðum „ofurdreifiviðburði“ hér á landi.

Jón segir í inngangi greinar sinnar að hann ætli að vera afdráttarlaus og skýr í máli. Færslan hans er annars svohljóðandi:

Ég vil vera afdráttarlaus, skýr og ótvíræður hérna.

1. Þessi samkoma var fáránlegt, skammarlegt brot á sóttvarnareglum.
2. Þessi samkoma gæti fræðilega hleypt af stað ofurdreifiviðburði COVID-19 hérlendis. Það gæti hreinlega leitt til dauðsfalla. Ég er ekki að ýkja hérna.
3. Skorturinn á sóttvörnum í þessari samkomu, sem var nú þegar að brjóta samkomutakmarkanir, lýsir fáránlegum dómgreindarbresti og virðingarleysi gagnvart alþjóð.
4. Þeir sem skipulögðu þessa samkomu ættu einfaldlega að skammast sín.
5. Téður ráðherra ætti að segja af sér – tafarlaust. Fyrir þátttakendur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands er þetta algjör forsendubrestur. Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega hversu mikið dómgreindar- og virðingarleysi er hér á ferðinni.
6. Ég vil biðla til allra sem hafa skoðun á þessu máli að deila henni.”

https://www.facebook.com/jon.johannesson.7/posts/10218551871331471

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“