fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Þessir ráðherrar segjast ekki hafa verið í samkvæminu í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 09:30

Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum árið 2020. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram fyrr í morgun þá stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gleðskap í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Hann fór fram í útleigðum sal sem er í flokki II og átti því að vera lokaður á þessum tíma að því er sagði í tilkynningu frá lögreglunni sem sagði einnig að á meðal gesta hafi verið „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“.

Enn hefur ekki verið staðfest hvaða ráðherra var í samkvæminu en málið er augljóslega hið vandræðalegasta fyrir ríkisstjórnina og viðkomandi ráðherra. RÚV segir Kristján Þór Júlíusson hafi verið á Akureyri í gærkvöld og Sigurður Ingi Jóhannsson heima í sveitinni. Ásmundur Einar Daðason var að sögn að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandssona var upp í sveit. RÚV hefur eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur að hún hafi ekki verið í samkvæminu.  Vísir.is hefur eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hafi ekki verið í samkvæminu, hún hafi rölt um miðborgina, náð sér í mat og verið komin snemma heim. Þórdís Kolbrún Reykfjörð sagðist hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi og Guðlaugur Þór Þórðarson sagðist hafa verið í Skaftártungu.

Það vantar því svör frá Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur.

Lögreglan flokkar málið sem brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og sem brot á reglum um fjöldasamkomu.

Eftir því sem fram kom í tilkynningu lögreglunnar var töluverð ölvun í samkvæminu og höfðu flestir gestanna áfengi við hönd og enginn var með andlitsgrímu. Fjarlægðarmörk voru nánast hvergi virt og lögreglumenn sáu aðeins þrjá sprittbrúsa í salnum.

Uppfært klukkan 09.38. RÚV hefur eftir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið í samkvæminu.

Það vantar því aðeins svör frá Bjarna Benediktssyni og Svandísi Svavarsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu