fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Hringdi 237 sinnum í Neyðarlínuna – Bíll endaði í Elliðaám – Ökumaðurinn grunaður um ölvun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 07:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Hlíðahverfi. Hann er grunaður um brot á lögum um fjarskipti en hann hafði hringt 237 sinnum í neyðarlínuna á einum sólarhring. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Um klukkan 19 í gærkvöldi endaði bíll út af veginum og ofan í Elliðaám við Rafstöðvarveg. Ekki urðu slys á fólki. Ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur. Hann var vistaður í fangageymslu. Dráttarbifreið var fengin til að fjarlægja bifreiðina úr ánni.

Þessu til viðbótar voru sjö ökumenn handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Maður var staðinn að því að stela bókum úr verslun við Fiskislóð í gærkvöldi. Hann játaði brotið og skilaði bókunum sem voru óskemmdar. Kona var handtekin í Bústaðahverfi í nótt, grunuð um þjófnað úr verslun. Hún var í annarlegu ástandi og var vistuð í fangageymslu.

Maður var handtekinn á veitingahúsi á Laugavegi í gærkvöldi, grunaður um brot á áfengislögum, líkamsárás, hótanir, að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“