fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Gjaldþrot Eggerts Kristjánssonar hf – Segir árangursríkustu gjaldþrotaskiptum sögunnar lokið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 13:01

Sveinn Andri Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptastjóri þrotabús heildverslunarinnar Eggert Kristjánsson hf hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að skiptum í þrotabúinu sé lokið eftir fjögurra ára vinnu.

Um var að ræða stórt gjaldþrot almennar kröfur, að fjárhæð yfir 325 milljónir, greiðast að fullu. Segir skiptastjóri, Sveinn Andri Sveinsson, að um árangursríkustu gjaldþrotaskipti sögunnar sé að ræða. Tilkynning hans er eftirfarandi:

„Eftir rúmlega fjögurra ára skiptameðferð lauk í dag, 15. desember 2020, skiptum í þrotabúi EK1923 ehf., áður Eggert Kristjánsson hf., heildverzlun.

Á síðasta skiptafundinum samþykktu kröfuhafar frumvarp skiptastjóra að úthlutunargerð.

Auk þess að greiða upp búskröfur og forgangskröfur, lauk skiptum með því að almennar kröfur að fjárhæð kr. 325.886.301 greiðast að fullu. Upp í eftirstæðar kröfur, sem eru dráttarvextir og kostnaður eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta, samtals kr. 186.657.449, greiðast 59%.

Við upphaf gjaldþrotaskiptameðferðar EK1923 ehf. voru 6,8 mkr. til á reikningum búsins. Sjö dómsmálum síðar voru eignirnar orðnar 635 mkr. Mikið hefur gengið á við skipti þessa bús og mörgu tjaldað til. En það sem skiptir máli þegar upp er staðið, með góðu samstarfi skiptastjóra og lögmanna kröfuhafa, er að gjaldþrotaskiptameðferð EK1923 ehf. er sú árangursríkasta í sögu íslensks gjaldþrotaréttar.

 

Sveinn Andri Sveinsson hrl

skiptastjóri EK1923 ehf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Í gær

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“