fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Lagerback afþakkaði kistu af gulli í Furstadæmunum – Tekur hann við Íslandi?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 09:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback hefur hafnað því að taka við landsliðinu hjá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Frá þessu er greint í sænskum miðlum.

„Við höfum afþakkað þetta,“ sagði Per-Joar Hansen aðstoðarmaður Lagerback um málið.

Lagerback var rekinn frá Noregi á dögunum og er KSÍ búið að ræða við hann um að taka til starfa sem landsliðsþjálfari karla að nýju.

Ljóst er að starfið í Furstadæmunum var vel borgað og miklu betri laun en KSÍ getur boðið þeim sænska.

Hollendingurinn, Bert van Marwijk tók starfið eftir að Lagerback afþakkaði það en Sameinuðu arabísku furstadæmin stefna á HM í Katar árið 2022.

Fjöldi leikmanna Íslands vilja Lagerback aftur til starfa. „Ég myndi vilja sjá Lars koma aftur til Íslands, hann hóf þessa vegferð með Ísland og bjó til þann árangur sem við höfum náð,“ sagði Ari Freyr Skúlason við sænska miðla á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið